Frítt á leikinn í boði Sv. Voga - Áfram Þróttur !
Tveir úrslitaleikir eftir í spennandi toppbaráttu 2. deildar þar sem allt getur gerst og mikið á eftir að gerast.
Frítt á völlinn í boði Sveitarfélagsins Voga Þróttur - Höttur/Huginn kl. 14 laugardaginn 6. sept!
Þróttarar mæta svo Gróttu í síðustu umferðinni, viku síðar.
Áfram Þróttur!
Á fundi bæjarráðs í vikunni ákvað bæjarráð að bjóða öllum bæjarbúum á síðasta heimaleik meistaraflokks Þróttar - Bókun fundar: Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Þróttar um 350 þúsund krónur og bjóða þannig íbúum og stuðningsmönnum til leiksins. Jafnframt er liðinu óskað góðs gengis í spennandi loka umferðum deildarinnar.