Heiðursviðurkenningar og aðrar viðurkenningar hjá Þrótti V,

Þróttur Vogum 80 ára 23. október 2012. Eftirtaldir aðilar fengu heiðursviðurkenningu fyrir góð störf á 80 ára afmæli UMFÞ. 

Guðmundur Brynjólfsson, Guðmundur Franz Jónason, Gunnar Helgason, Helgi Hólm,  María Jóna Jónsdóttir, Magnús Hauksson og Marteinn Ægisson fengu heiðursverðlaun fyrir störf sín í þágu félagsins.

Þróttur Vogum 90 ára 23. október 2022.  Eftirtaldir aðilar fengu heiðursviðurkenningu fyrir góð störf á 80 ára afmæli UMFÞ. 

Helgi Guðmundsson, Júlía Halldóra Gunnarsdóttir, Tinna Sigurbjörg Hallgrímsdóttir, Kristján Árnason, Björgunarsveitin Skyggnir og Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar fengu öll viðurkenningu með þökk fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og að gera gott félag betra. 

Gullmerki Þróttar fyrir 10 ára starf í þágu Þróttar. 

Reynir Brynjólfsson 27. apríl 2024. 

Silfurmerki Þróttar fyrir 7 ára starf í þágu félagsins.

Bronsmerki Þróttar fyrir 5 ára starf í þágu félagsins. 

Íþróttamaður ársins: 

Vignir Már Eiðsson Knattspyrna 1993. 

Magnús Már Traustason Körfubolti 2023. 

Starfsmerki UMFÞ:

Margrét Ársælsdóttir, sjúkraþjálfari meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu. 2024

Sævar Júlíusson, markmannsþjálfari meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu. 2024

Piotr Wasala, liðs- og búningastjóri meistaraflokks Þróttar. 2024

Davíð Hansen, stjórnarliði og þjálfari. 2024. 

Sólrún Ósk Árnadóttir, þjálfari og stjórnarliði. 2024

Birkir Alfonsson, stjórnarliði innan körfuknattleiksdeildar Þróttar og fyrrum formaður. 2024

Reynir Emilsson stjórnarliði. 2024

Silfurmerki KSÍ: 

Gunnar J. Helgason 23. október 2022. 

Marteinn Ægisson 23. október 2022. 

Starfsmerki: UMFÍ

Gunnar J. Helgason 27. febrúar 2019. 

Magnús Hauksson 25. febrúar 2016. 

Símon Rafnsson 1974. 

Hvatningarverðlaun UMFÍ:

Ástin hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ - Ungmennafélag Íslands 2022. Gunnar Helgason tók við verðlaununum fyrir hönd Þróttar á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn er á Höfn í Hornafirði.

Formaður UMFÞ: 

Petra R. Rúnarsdóttir 2019 til 2025. 

Hróar Baldvin Jónsson 2017 til 2019. 

Gunnar J. Helgason 2015 til 2019. 

Svava Arnarsdóttir 2013 til 2015. 

Kristján Árnason 2012 til 2013. 

1932 - 2012 í vinnslu. 

Formaður Knattspyrnudeildar. 

Stefán Sæbjörnsson 2024.

Gísli Sigurðarson 2022 til 2023. 

Gunnar J. Helgason 2020 til 2022. 

Haukur Harðarson 2018 til 2020.

Friðrik V. Árnason 2016 til 2018. 

Marteinn Ægisson 2008 til 2016. 

Heiðurviðurkenningar - Reglugerð.

Reglugerð fyrir viðurkenningar hjá UMFÞ.

 

Val á íþróttamanni ársins hjá Ungmennafélaginu Þrótti mun fara fram á tímabilinu 1. desember – 31. janúar ár hvert. Sá aðili sem valinn er íþróttamaður ársins hlýtur til varðveislu farandgrip í eitt ár og að auki staðfestingargrip til eignar. Aðalstjórn tekur saman afrek íþróttamanna í samstarfi við þjálfara og aðrar deildir félagsins.

 

Allir iðkendur innan félagsins sem vinna til Íslandsmeistaratitils eða keppa fyrir hönd Íslands fá viðurkenningu.

 

Heiðursfélaga má kjósa og skal þeim afhent heiðursmerki Þróttar. Heiður þessi er sá æðsti er félagið veitir. Kosning heiðursfélaga skal fara fram á fundi aðalstjórnar.

Eftirfarandi heiðursmerki skulu veit með samþykki aðalstjórnar:

Gullmerki Þróttar fyrir 10 ára starf í þágu félagsins.

Silfurmerki Þróttar fyrir 7 ára starf í þágu félagsins.

Bronsmerki Þróttar fyrir 5 ára starf í þágu félagsins.

Einnig má bronsmerki vera veitt til erlendra eða innlendra aðila sem hafa starfað í þágu félagsins ef aðalstjórn finnst ástæða vera til.

Aðlstjórn Þróttar getur sæmt félagsmenn og iðkendur gull, silfur eða bronsmerki félagsins þegar sérstök ástæða er til en er sú ákvörðun þó háð meirihluta samþykkis aðalstjórnar.

Starfsmerki Þróttar er veitt fyrir 3 ára starf í þágu félagsins. Þeir sem geta öðlast starfsmerki Þróttar eru sjálfboðaliðar, stjórnarfólk, þjálfarar og aðrir sem koma að starfinu samfleitt í 3 ár.