6. flokk er skipt í kvenna og karla flokk.
Tímabil: 1. október - 31. ágúst
Aldur: 3. og 4. bekkur
Æfingatímar:
6. flokkur karla
Mánudaga kl 14:30 - 15:30
Þriðjudaga kl 14:30 - 15:30
Fimmtudaga kl 14:30 - 15:30
6. flokkur kvenna
Þriðjudaga kl 15:30 - 16:30
Föstudaga kl 14:30 - 15:30
Laugardaga kl 11:15 - 12:15
6. Flokkur knattspyrna
2025 - 2026
Áherslur og markmið í 6. flokk
Lögð áhersla á að snerta boltan sem oftast, hvort sem það er á tækniæfingum eða á leikrænu formi. Byrja að kynna iðkendum fyrir nokkrum þáttum í leikfræði, hreyfingu án bolta, halda stöðu, dekka andstæðing og hreyfing í föstum leikatriðum. Halda bolta í grasinu og spila út frá marki. Lögð áhersla á góðan aga þar sem iðkendur fara eftir fyrirmælum þjálfara og eiga í góðum samskiptum sín á milli.
Tækni
- Knattæfingar. 
- Knattrak með rist, innanfótar, utanfótar, il, öðrum/báðum fótum, með stefnubreytingum, knattraki og skotu, snerta bolta í hverju skrefi. 
- Sendingar – innanfótarspyrnur og ristarspyrnur. 
- Knattmóttaka – innanfótar, il, utanfótar og byrja vinna með móttöku á brjósti og læri. 
- Grunntækni (flóknari tækniæfingar fyrir þá sem eru lengra komnir). 
- Innkast/innspark. 
Leikfræði
- Markskor með ristarspyrnu og innanfótarskotum úr kyrrstöðu, eftir knattrak, í fyrstu snertingu, á lofti og eftir gabbhreyfingu. 
- Leikið 1:1 / 2:1 með ýmsum afbrigðum. 
- Leikæfingar, fáir í hverju liði, með og án markmanns. 
- Grunnuppstilling 5 manna liðs, með markman, 2 varnarmenn og 2 sóknarmenn (iðkendur læra allar stöður). 
- Föst leikatriði eins og innspörk og hornspyrnur. 
- Fótavinna (hraðir fætur). 
Annað
- Kynni af íþróttinni séu jákvæð. 
- Öll börn fá jöfn tækifæri til þátttöku og taka þarf vel á móti öllum iðkendum. 
- Árangur hvers og eins skiptir meira máli en fjöldi sigra í keppni. 
- Grunnæfingar í þol, styrktaræfingar með eigin þyngd, jafnvægi og liðleiki. 
- Leikgleði, samvinna og dugnaður. 
- Liðsheild og samheldni 
Þjálfarar
- 
      
      
      
        
  
       Þjálfari 6.flokks kvenna 
- 
      
      
      
        
  
       Þjálfari 6.flokks karla 
 
                        