7. flokk er skipt í kvenna og karla flokk.

Aldur: 1. og 2. bekkur

Æfingatímar:

7. flokkur karla
Mánudagar:
15:30 – 16:30
Þriðjudagar:
15:00 – 16:00
Fimmtudagar: 15:30 – 16:30

7. flokkur kvenna
Mánudagar:
16:30 – 17:30
Þriðjudagar:
16:15 – 17:15
Fimmtudagar: 16:30 – 17:30

7. Flokkur knattspyrna

Áherslur og markmið í 7. flokk

Á þessum aldri eru iðkendur að fá sín fyrstu kynni af knattspyrnu og mikilvægt er að upplifunin sé jákvæð. Mjög mikilvægt er að taka á móti iðkendum sem eru að hefja sína iðkun og veita þeim öryggi, traust og ánægju.

Á þessum aldri hafa iðkendur mikla hreyfiþörf og því mikilvægt að nýta æfingatímann vel með góðri skipulagningu, og takmarka bið/biðraðir iðkenda. Með góðri skipulagningu fær hver og einn iðkandi útrás fyrir hreyfiþörf sína og lærir um leið helstu grunnatriði knattspyrnu.

Meðal áherslna á æfingum er meðal annars að kenna iðkendum grunnreglur leiksins, auk þess sem lagt er upp úr því að viðhalda aga ásamt því að bera virðingu fyrir þeim sem að æfingunni koma, sem eru samherjar og þjálfarar.

Mikil áhersla er lögð á að allir fái jöfn tækifæri til að taka þátt og fái verkefni við sitt hæfi.

Á þessum aldri er unnið í grunnþáttum leiksins með því að fjölga endurtekningum eins og hægt er. Það er til dæmis gert með stöðvarþjálfun þar sem iðkendur læra tækni, knattrak og spyrnur ásamt öðrum þáttum leiksins.

Leikur og leikgleði ræður ríkjum í keppni. 

Íþróttaleg markmið

  • Að fyrstu kynni af íþróttinni verði jákvæð.

  • Að auka hreyfiþroska með fjölbreyttum æfingum.

  • Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.

  • Árangur hvers og eins skiptir meira máli en fjöldi sigra í keppni.

Leiðir að markmiðum

  • Að æfingar séu um fram allt skemmtilegar.

  • Hafa æfingar fjölbreyttar og stuðla um leið að bættum hreyfiþroska.

  • Að styðja við og hvetja iðkendur.

  • Æfingar örvi og vinni með gróf og fín hreyfingar.

  • Að þjálfun fari fram í leikjaformi.

Keppni

  • Áhersla er lögð á að iðkendur fái möguleika á að taka þátt í keppni við hæfi, með reglubundnu millibili yfir keppnistímabilið

Tækni

  • Að venjast bolta- færni æfð með báðum fótum

  • Knattrak á ýmsa vegu: t.d rekja bolta á milli staða, stoppa rúllandi bolta með móttöku.

  • Knattrak með einfaldri stefnubreytingu.

  • Innanfótarspyrna.

  • Móttaka: innanfótar, il, læri.

Leikfræði

  • Leikæfingar: 1:1, lítið álag, stór mörk, auðvelt að skora.

  • Leikæfingar: fáir í liði, með og án markmanns, auðvelt að skora.

  • Helstu leikreglur.

  • Markskot með mismunandi afbrigðum: Skot úr kyrrstöðu, eftir knattrak, eftir sendingu o.fl.

  • Kynnast því að spila vörn og sókn.

  • Leikæfingar: 1:1, lítið álag, lítil mörk, áhersla á vörn/sókn.

Þjálfarar

  • Berglind Petra

    Þjálfari kvennaflokks

  • Marteinn Ægisson

    Þjálfari karlaflokks