Auka aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar
Þar sem ekki tókst að manna stjórn þann 29. september sl. þarf að endurtaka leikinn og boða til auka aðalfundar.
Auka-aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn mánudaginn 23. október klukkan 19:45 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni Vogum.
Þrátt fyrir fjölmennasta fundinn frá upphafi í sögu knattspyrnudeildar og góðar umræður á síðasta fundi þá tókst ekki að manna stjórn. Af þeim sökum ætlum við að endurtaka leikinn og fundurinn fer fram á afmælisdegi félagsins 23. október nk.
Dagskrá fundar:
- KOSNING FUNDARSTJÓRA OG FUNDARRITARA. 
- KOSIÐ Í STJÓRN. 
ÖNNUR MÁL:
VIÐ HVETJUM ALLA SEM HAFA BRENNANDI ÁSTRÍÐU FYRIR FÉLAGINU AÐ FJÖLMENNA OG BJÓÐA SIG FRAM TIL SETU Í KNATTSPYRNUDEILD ÞRÓTTAR.
 
                        