Stjórnarfundur 199

Stjórnarfundur 199 fimmtudaginn 4. september 2025 í félagsherbergi UMFÞ.

Mættir: Berglind Petra Gunnarsdóttir, Kristín Arna Hjaltadóttir, Martyna Lozinska, Karel Ólafsson, Kristinn Þór Guðlaugsson, Gísli Magnús Torfason. Einnig sat Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri fundinn.

Björg Ásta Þórðardóttir tilkynnti forföll.

Fundur settur kl. 18

Dagskrá fundar:

1.      Sund 25/26

Málinu frestað þar sem Thelma Rúnarsdóttir sundþjálfari tilkynnti forföll og verður málið tekið fyrir á næsta fundi.

2.      Starfsár UMFÞ 2025/2026

Farið yfir komandi starfsár. Allir nemendur í Stóru-Vogaskóla hafa fengið bækling með sér heim. Þar er að finna allar þær greinar sem eru í boði. Einnig er verið að vinna æfingatöflu, gjaldskrá og aðrar upplýsingar á ensku og pólsku.

3.      Þróttaradagur 2026

Stjórn félagsins ætlar að bjóða bæjarbúum á opið hús laugardaginn 21. september. Þar geta bæjarbúar, forráðamenn kynnt sér félagið og fengið aðstoð við skráningu.

4.      Þjónustustyrkir og aðstöðumál 2025/26

Stjórn félagsins mun hittast á vinnufundi þriðjudaginn 23. september og fara yfir þessi mál.

5.      Fjölskyldudagar 2025

Stjórn UMFÞ vill koma á framfæri þakklæti til allra sjálfboðaliða, félagasamtaka og starfsmanna sveitarfélagsins fyrir samstarfið í tengslum við hátíðina sem heppnaðist einstaklega vel. 

6.      Knattspyrnudeild Þróttar

Formaður fór yfir starfsemi KND undanfarnar vikur. Einnig tekið fyrir beiðni frá formanni deildarinnar um að aðalstjórn taki að sér lokahóf meistaraflokks.

Aðalstjórn hlakkar til að hefjast handa og ætlar að hittast eftir nokkra daga til að skipta með sér verkefnum. Stefnan er sett á 20. september. Aðalstjórn mun leggja sitt af mörkum við framkvæmd síðasta heimaleiks og aðstoða knattspyrnudeild í sínum verkefnum næstu vikurnar. Einnig er farið yfir trúnaðarmál og er fært í trúnaðarmöppu.

 Fundi slitið 20:22.


Next
Next

Vinavika Þróttar 13 - 18. okt - Fyrir Voga - Viltu prófa ?