Takk fyrir þitt framlag kæri sjálfboðaliði!
Í dag er Dagur sjálfboðaliðans um allan heim. Sjálfboðaliðastörf hafa verið uppistaðan í öllu starfi Ungmennafélagsins Þróttar í 93 ár eða frá stofnun félagsins árið 1932.
Sjálfboðaliðar vinna gríðarlega mikilvægt starf víða í samfélaginu okkar og er afar óvíst að rekstur félagsins gæti gengið án framlags fólks sem gefur vinnu sína. Ávinningurinn sem skapast af starfi þeirra kemur fram í jákvæðum áhrifum á börn og unglinga og fyrirbyggjandi atriðum sem tengjast heilsu og sjúkdómum, að því er fram kemur í nýlegri bók dr. Ágústar Einarssonar, Íþróttir hérlendis í alþjóðlegu samhengi.
Ætla má að 32% Íslendinga 18 ára og eldri taki þátt í sjálfboðaliðastarfi á hverju ári samkvæmt niðurtöðum rannsóknar árið 2021. Langflestir eru sjálfboðaliðarnir innan íþróttahreyfingarinnar eða 27.000 talsins.
Kæri sjálfboðaliði, takk fyrir framlagið þitt. Við gætum þetta ekki án þín. Þetta er þinn dagur.
Fyrir Voga !
Mynd; Stúkan við knattspyrnusvæði sveitarfélagsins var reist af sjálfboðaliðum og framtak þeirra er komu að byggingu hennar árið 2014 vakti mikla athygli. Hægt er að kynna sér byggingu stúkunnar í afmælisriti UMFÞ frá árinu 2022.