Fundargerð 197
Stjórnarfundur 197 Þriðjudaginn 29 apríl kl 19:00
Mættir eru; Berglind Petra Gunnarsdóttir, Kristinn Þór Guðbjartsson, Gísli Magnús Torfason, Kristín Arna Hjaltadóttir, Karel Atli Ólafsson og Björg Ásta Þórðardóttir. Martyna Lozinska.
Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri situr einnig fundinn.
Dagskrá.
1. Sundnámskeið.
- Marteinn kynnir sumarnámskeið í sundi sem Þróttur hefur boðið upp á til margra
ára, og mun auglýsa eftir þjálfara.
- Þróttur heldur námskeið á hverju ári fyrir börn sem fara í grunnskóla. Framkvæmdastjóri fer yfir skipulag og þjálfaramál.
2. Merki UMFÞ og litur félagsins í íþróttamiðstöðinni.
- Petra Ruth Rúnarsdóttir fyrrum formaður lét af störfum 10. mars sl. Petra var með mál sem ekki tókst að klára fyrir þann tíma og sendi inn erindi er varðar merki UMFÞ á gólfið í stóra íþróttasalnum. Núverandi stjórn tekur undir orð fyrrum formanns og mun óska eftir því að merki félagsins verði sýnilegra í íþróttamiðstöðinni Vogum þar sem hjarta félagsins slær alla daga. Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna málið áfram
3. Íþróttastefna Sveitarfélagsins Voga.
- Aðalstjórn fagnar fyriráætlun Sveitarfélagsins um stofnun starfshóps skipuðum af
fulltrúum félagasamtaka innan sveitarfélagsins sem og öðrum sem erindi eiga.
- Á fundi frístunda og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga þann 8. apríl sl. leggur nefnd til að unnið verði að gerð íþróttastefnu fyrir Sveitarfélagið Voga í samræmi við stefnu ríkisins í íþróttamálum. Frístundanefnd leggur sömuleiðis til að settur verði á fót vinnuhópur, með helstu fagaðilum, sem falið verði að skila drögum að stefnu fyrir lok okótber 2025. Aðalstjórn fagnar þessu góða framtaki Sveitarfélagsins Voga.
4. Miðasala á heimaleikjum meistaraflokks og veitingasala.
- Yfirferð á verkefnum sem aðalstjórn ber ábyrgð á
- Gott samstarf hefur verið á milli aðalstjórnar og knattspyrnudeildar. Aðalstjórn (Barna og unglingastarf fær helming miðasölu) Aðalstjón mun manna og bera ábyrgð á miðasölu og sjoppu í sumar.
5. Rafíþróttir 25/26.
- Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu og þróun rafíþrótta. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið nánar og upplýsa stjórn þegar nær dregur næsta starfsári.
Önnur mál.
- Póstlisti UMFÞ. Umræður um hvernig hægt sé að ná betur til íbúa/annara/auglýsa, vera sýnilegri.
Fundi slitið kl 20:07