Fundargerð 198

Stjórnarfundur 198 – UMFÞ

Fimmtudaginn 19 júní 2025 félagsaðstaða UMFÞ

Mættir: Kristinn Þór Guðbjartsson, Gísli Magnús Torfason, & Karel Atli Ólafsson. Petra Ruth Rúnarsdóttir fyrrum formaður UMFÞ og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ sitja einnig fundinn. 

Forföll: Björg Ásta Þórðardóttir og Berglind Petra Gunnarsdóttir tilkynntu forföll.

Fundur er settur kl. 18 í félagsaðstöðu UMFÞ.

Dagskrá:

1.      Samstarfssáttmáli milli Sveitarfélagsins Voga og Ungmennafélagsins Þróttar

Aðalfundur UMFÞ 10. mars 2025 lagði til að Petra Ruth Rúnarsdóttir fráfarandi formanni, Kristni Þór Guðbjartssyni og Marteini Ægissyni framkvæmdastjóra sé falið að ljúka óloknu máli með samskiptaráðgjafa  íþrótta- og æskulýðsstarfs sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði án aðkomu stjórnar félagsins og skila niðurstöðunni til stjórnar UMFÞ.

Það er mat allra sem sitja fundinn að mikilvægt sé að læra að reynslunni og horfa fram á veginn. Petra Ruth Rúnarsdóttir fer yfir málið. Petra Ruth, Kristinn Þór og Marteinn áttu fund með Guðrúnu P. Ólafsdóttur bæjarstjóra og Guðmundi Stefán Gunnarssyni íþrótta og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins 14. maí þar sem lagður var grunnurinn að samstarfssáttmála milli aðila.

Lagt er til samþykktar drög að samstarfssáttmála og er hann samþykktur. Petra Ruth Rúnarsdóttir er þakkað fyrir hennar störf undanfarnar vikurnar og í samræmi við ályktun aðalfundar Ungmennafélagsins Þróttar þann 10. mars hefur niðurstöðum verið skilað til núverandi stjórnar sem mun í kjölfarið klára samstarfssáttmála með Sveitarfélaginu Vogum.

Fundi slitið kl.20:05.

Fundargerð ritaði, Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ.

Next
Next

Fundargerð 197