Jólamót Badmintondeildar Þróttar 2025
Jólamót Badmintondeildar Þróttar 2025 – Mánudaginn 15. desember
Badmintondeild Þróttar stendur fyrir jólamóti ætluðu áhugamönnum í badminton mánudaginn 15. desember kl. 19:30 í Íþróttamiðstöðinni í Vogum.
Mótið er frábært tækifæri fyrir bæði nýja og vana leikmenn til að koma saman, spila og njóta skemmtilegrar stemningar í jólaundirbúningnum.
Keppt verður í tvenndarleik, og skrá þarf par til keppni.
Athugið að fjöldi liða er takmarkaður. Báðir spilarar verða skrá sig til leiks í gegnum heimasíðu Þróttar.
Veitt verða verðlaun fyrir sigurpar mótsins.
Skráning fer fram í gegnum skráningarhlekkinn hér: www.abler.io/shop/throtturvogum
Keppni hefst kl. 19:10 og lýkur 20:50 í síðasta lagi.